top of page

Kolbrún Magnúsdóttir

Ástríða mín liggur í því að vinna með fólki – að styðja einstaklinga á sinni vegferð, eflast og finna jafnvægi, bæði í lífi og starfi. Ég trúi því að hver og einn búi yfir einstökum hæfileikum og óendanlegum möguleikum. Mitt hlutverk er að hjálpa fólki að tengjast eigin styrkleikum, byggja upp sjálfstraust og þroskast á sínum eigin forsendum.

Sjálf hef ég kynnst því hvernig áskoranir og mótbyr geta leitt til vaxtar og innri styrks. Lífsreynsla mín hefur kennt mér að raunverulegar breytingar hefjast innan frá – þegar við lítum inn á við, tengjumst kjarnanum okkar og vinnum markvisst að því að vaxa í takt við okkar eigin gildi og drauma. Þessi reynsla hefur mótað nálgun mína og gerir mig betur í stakk búna til að mæta þér þar sem þú ert.

Til að styðja við þessa nálgun hef ég lagt áherslu á faglega menntun og þekkingu. Ég er með MSc í mannauðsstjórnun, hef lokið grunn og framhaldsnámi í Markþjálfun og er með ACC-vottun frá ICF (International Coach Federation). Einnig hef ég lokið Yogakennaranámi og er með kennsluréttindi sem Yogakennari og Yoga Nidra kennari, sem hefur veitt mér dýpri skilning á því hvernig samspil hugarfars, tilfinninga og líkamsvitundar getur stuðlað að jafnvægi og þroska.

Í starfi mínu legg ég áherslu á að skapa rými þar sem hver og einn getur vaxið á eigin forsendum. Ég trúi á mikilvægi þess að tengja saman hugræna, líkamlega og tilfinningalega þætti til að fá skýrari sýn á eigin markmið og styrkja sjálfstraust sitt til að ná þeim. Með markvissri nálgun, mannlegri tengingu og skilningi á þörfum hvers og eins hjálpa ég fólki að þróa verkfæri og lausnir sem styðja við jákvæðar breytingar og vöxt í lífinu.

Það er minn drifkraftur að sjá einstaklinga ná árangri, finna tilgang og upplifa þau augnablik þegar jafnvægi og innri styrkur tekur við – þegar sjálfstraust vex, von kviknar og vegferðin fram á við verður skýr. Ég þekki þessa leið af eigin raun og veit að svörin sem þú leitar að búa innra með þér – ég hjálpa þér að finna þau.

kolla.jpeg
shutterstock_157926896.jpg

Hugarþol 

Raunverulegur árangur hefst hjá okkur sjálfum

Hugarþol er hæfni okkar til að takast á við áskoranir, áföll og krefjandi aðstæður með seiglu og lausnamiðaða hugsun. Það er styrkurinn sem gerir okkur kleift að halda áfram, jafnvel þegar á móti blæs, og drifkrafturinn sem knýr okkur áfram til að ná markmiðum okkar.

Hugarþol snýst ekki aðeins um úthald heldur líka um að viðhalda jákvæðri hugsun og trú á eigin getu. Það felur í sér hæfnina til að hafa stjórn á tilfinningum okkar, sjá tækifæri í erfiðleikum og halda lífsýn okkar jákvæðri. Þegar við búum yfir hugarþoli, höfum við sjálfstraust til að treysta á okkur sjálf og staðfestu til að standa við það sem við segjumst ætla að gera.

bottom of page