top of page

Markþjálfun, Yoga nidra og mannauðsráðgjöf

Um markþjálfun

Raunverulegur árangur hefst hjá okkur sjálfum

Markþjálfun er árangursmiðuð og kerfisbundin samtalstækni þar sem áhersla er lögð á kröftugar spurningar, stuðning, áskorun og endurgjöf sem miðar að því að hjálpa einstaklingum að stilla sinn innri áttavita og efla þannig vitund sína og ábyrgð, skapa rými fyrir viðhorfsbreytingar og öðlast varanlegar breytingar í sínu lífi.

Í markþjálfun er athyglin sett á nútíð og framtíð þar sem skoðuð er raunstaða og framtíðarsýn. Markþjálfunarferlið styður við einstaklinginn í að skilgreina hverju hann þarf að veita athygli til að ná auknum árangri og meiri skilvirkni og varða markvisst leið sína að sinni framtíðarsýn. Viðfangsefni geta til dæmis verið persónulegur vöxtur, aukin lífsgæði eða betri frammistaða og árangur. Fer það eftir því hvað hverjum og einum finnst mikilvægt að veita athygli hverju sinni.

Mannauðsráðgjöf
yoga.jpg

Um Yoga Nidra

Í Yoga Nidra leiðir kennarinn þig í djúpa slökun og hugleiðslu. Í þessu ástandi skapast rými til að sleppa tökunum á streitu, endurstilla innri jafnvægi og tengjast eigin styrk og ró.


Yoga Nidra hefur fjölþætt jákvæð áhrif, bæði á líkama og huga:

  • Dregur úr streitu með því að minnka framleiðslu kortisóls, streituhormónsins.

  • Eykur vellíðan með aukinni framleiðslu serótóníns og stuðlar að betri svefn.

  • Eflir einbeitingu og sjálfsvitund með því að skapa skýrleika í hugsun.

  • Styrkir innri ró með því að tengja þig dýpra við sjálfan þig og innri styrk þinn.

  • Slakar á líkamanum og hjálpar við að losa spennu í vöðvum og taugakerfi.

Yoga Nidra er ekki aðeins tækni til slökunar, heldur innra ferðalag að jafnvægi, innri friði og aukinni vitund. Hún býður þér að tengjast þínum innsta kjarna og skapa grundvöll fyrir heilbrigðari og þroskandi lífsstíl.

Mannauðurinn

Fullyrt er að bættur rekstur fyrirtækja verði að miklu leyti sóttur í betri stjórnun á mannauði. Því er það vel þess virði að feta nýjar og betri leiðir til að efla fólk í starfi. Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind sem hvert fyrirtæki býr yfir og með því að hlúa vel að honum eykst starfsánægja og helgun starfsmanna. Hvernig er staðan á mannauðsmálum í þínu fyrirtæki, ertu með góða yfirsýn yfir alla lykil þætti mannausstjórnunar eða vantar þig aðstoð við að skilgreina og koma hlutunum í betri farveg.

Hugarþol býður upp á ýmsa þjónustu þegar kemur að því að styðja við mannauðinn.

Markþjálfun

Þegar við veljum að eiga jákvæð samskipti við okkur sjálf þá verður lífð bjartara og skemmtilegra og opnar dyr að fleiri tækifærum

Markþjálfun

Yoga Nidra

Yoga Nidra og marþjálfun

Mannauðsráðgjöf

“Ég næ varla að setja orð á það hversu innilega ég mæli með þessari eðal konu. Þvílík og önnur eins fagkona er erfitt að finna. Hún studdi mig í gegnum erfiðan kafla en á sama tíma hélt mér við efnið. Hugarfarsbreyting, von, trú, tæki og tól er allt eitthvða sem ég fékk með í fararnesti. Ástar þakkir fyrir mig .”

Arna Björk Unnsteinsdóttir

Frumkvöðull

” Ég mæli eindregið með markþjálfun hjá Kolbrúnu! Hún hefur einstakan hæfileika til þess að hjálpa manni að greina eigin styrkleika. Hún hefur aðstoðað mig við að skilgreina markmiðin mín og öðlast yfirsýn yfir flókin verkefni. Kolbrún er afar hvetjandi og eftir hvern tíma hef ég farið full eldmóðs og með trú á verkefnin mín og eigin getu til að klára þau og njóta þeirra. Svo er hún líka bara svo einstaklega skemmtileg og gott að verja tíma með henni.“

Annað M. Bjarnadóttir

Rithöfundur og formaður BRCA

Freelance

" Ég fékk þann heiður á að vinna með Kolbrúnu á meðan ég vann sem móttökustjóri hjá Bláa lóninu. Ég var ungur leiðtogi á þeim tíma og Kolbrún reyndist mér eins og sannur leiðbeinandi þegar það kom að leiðtogahæfni og framkomu. Kolbrún er áreiðanleg og ótrúlega fær í því sem hún gerir. Kolbrún er framúrskarandi starfsmaður og enþá betri vinnufélagi. "

Kristjana D. Jónsdóttir

Grafískur hönnuð

" Fólk er heppið á fá tíma hjá Kollu, eintök nærvera og sýnir og leiðir mann í ótrúlega opnun á nýrri hugsun og trú á þeim verkefnum sem maður stendur uppi með. Mæli 100% með henni. Takk Kolbrún fyrir mig. "

Friðþór Vestman Ingason

Þroskaþjálfi / Deildastjóri

Reykjavíkurborg

" Ég er búin að fara í persónulega stefnumótun hjá Kolbrúnu og mæli hiklaust með henni sem markþjálfa. Ég sjálf mun halda áfram að eiga fundi með henni til að halda mér við efnið og skoða hluti dýpra. Það var mjög skemmtilegt ferðalag þó svo að ég hef skoðað sjálfa mig oft áður og sett niður hver mín hæfni, gildi og persónuleiki er þá er alltaf svo gott að fá innsýn frá öðrum og kafa enn dýpra í gildin og ástríðuna sína. "

Aðalheiður Ósk

Framkvæmdastjóri Vök Bath

bottom of page