top of page

Markþjálfun og mannauðsráðgjöf

Náðu fram þínu besta

Markþjálfun, Yoga Nidra og mannauðsráðgjöf

Markþjálfun

Innri heimur okkar skapar ytri veröld okkar og endurspeglar hvernig við hugsum, leysum vandamál, tökumst á við áskoranir og hvernig við sjáum heiminn. Hann hefur bein áhrif á hvernig við nærum líkama, sál og huga og mótar öll okkar viðbrögð, ákvarðanir og þann árangur sem við getum náð.

Ég trúi því að raunverulegar og varanlegar breytingar hefjist innan frá. Þess vegna hjálpa ég þér ekki bara að varða vegferðina þína, heldur förum við saman inn á við – skoðum hvaða innri þætti, hugsanir og viðhorf þarf að veita sérstaka athygli til að ryðja veginn og skapa skilyrði fyrir raunverulegan vöxt. Með þessari nálgun er hægt að tryggja að breytingarnar séu ekki aðeins mælanlegar heldur einnig varanlegar og í samræmi við þín gildi og markmið.

Þegar við förum þessa vegferð saman lærir þú að tengjast þér á nýjan hátt, sem gerir þér kleift að njóta vegferðarinnar og takast á við áskoranir og hindranir með auknu jafnvægi, sjálfstrausti og skýrri sýn. Þetta er ekki bara ferðalag til árangurs, heldur einnig leið til dýpri skilnings og kraftinum sem býr innra með þér.

shutterstock_2175106041.jpg
shutterstock_501266584.jpg
yoga.jpg

Yoga Nidra

Ferðalag að okkar sanna sjálfi

Yoga Nidra hjálpar okkur að upplifa og endurvekja vitundina um okkar sanna sjálf. Þegar við tengjumst innri kjarna okkar, skiljum við að hamingjan er ekki háð ytri aðstæðum eða efnislegum gæðum – hún sprettur innan frá.

Yoga Nidra er hugleiðslutækni sem oft er nefnd „hinn jógíski svefn“. Hún leiðir okkur í djúpa slökun þar sem líkaminn hvílist á meðan hugurinn er vakandi. Í þessu ástandi sköpum við rými til sjálfskoðunar – til að rannsaka það sem heldur aftur af okkur, endurstilla okkar innri áttavita og finna leiðir að innri friði og jafnvægi.

Þessi tækni hefur fjölþætt jákvæð áhrif á líkama og sál. Hún eykur framleiðslu serótóníns og dregur úr framleiðslu kortisóls, streituhormónsins. Yoga Nidra hjálpar okkur að sleppa takinu á ósjálfráðum mynstrum og venjum sem geta haldið okkur föstum. Með tímanum styrkir hún getu okkar til að taka meðvitaðar og skýrar ákvarðanir sem stuðla að betri lífsgæðum. Hún veitir okkur einnig styrk til að sitja með okkur sjálfum í friði og fullri vitund.

Yoga Nidra er ekki aðeins djúp slökun, heldur innra ferðalag – leið til að tengjast okkar sanna sjálfi. Með því að sleppa tökunum á álagi og tengjast innri kjarna okkar endurheimtum við jafnvægi, frið og sátt í lífi okkar. Þessi iðkun sameinar hug og líkama í samhljómi, sem skapar aukna vellíðan og styrk.

shutterstock_501266584.jpg

Mannauðsráðgjöf

Sveigjanleg lausn fyrir þitt fyrirtæki

Hvort sem fyrirtækið þitt er með mannauðsstjóra eða ekki, þá getur það verið afar gagnlegt að fá mannauðsstjóra að láni. Ég býð upp á sveigjanlega þjónustu sem hægt er að aðlaga að þínum þörfum – hvort sem um ræðir ákveðin verkefni eða fasta viðveru.

Ég tek þátt í að leysa úr áskorunum og styðja við stjórnendur í mannauðstengdum málum. Með faglegri nálgun og markvissum stuðningi hjálpa ég þér að ná fram því besta hjá hverjum og einum í þínu teymi, sem stuðlar að aukinni framleiðni, betri árangri og meiri vellíðan á vinnustað.

Saman tryggjum við að mannauðsmálin séu í góðum höndum, þannig að þú getur einbeitt þér að því að byggja upp og efla fyrirtækið þitt með öflugri liðsheild að baki.

shutterstock_501266584.jpg

Vilt þú finna þinn innri styrk, eflast og vaxa bæði persónulega og faglega?

Markþjálfun

Ég styð þig við að varða þína vegferð og skapa skýrleika á leiðinni fram á við. Í þessu örugga og uppbyggilega rými skoðum við saman hvaða innri þætti þarf sérstaklega að veita athygli til að ryðja vegin og opna fyrir raunverulegar breytingar. Með því að tengjast innri styrk þínum og skilja hvað skiptir þig mestu máli, aukast líkur á árangri og vexti sem er í takt við þínar þarfir og gildi.

60 mín bæði í boði á netinu og í persónu

Yoga Nidra

Yoga Nidra er einstakt innra ferðalag sem hjálpar þér að slaka djúpt á, sleppa tökunum á álagi og tengjast innri ró og jafnvægi. Í einkatímum vinnum við út frá þínum þörfum – hvort sem þú vilt dýpka hugarró, styrkja sjálfsöryggi eða vinna með tiltekna áskorun í lífi þínu. Þetta er gjöf til þín sjálfs, tími þar sem þú getur látið hugann hvílast á meðan þú endurnærir líkama og sál.

75 mín bæði í boði á netinu og í persónu, 

Yoga Nidra og marþjálfun

Yoga Nidra og markþjálfun vinna saman sem heildræn aðferð til að efla bæði innri ró og ytri skýrleika. Með Yoga Nidra skapar þú rými til að sleppa tökunum á álagi og tengjast dýpri vitund, á meðan markþjálfun hjálpar þér að umbreyta þessari innsýn í skýr og raunhæf skref. Þessi samvinna líkama, huga og tilfinninga gerir þér kleift að finna jafnvægi og árangur sem er í samræmi við þína innstu kjarna.

90 mín bæði í boði á netinu og í persónu

Mannauðurinn

Sveigjanleg mannauðsráðgjöf fyrir fyrirtæki sem vilja styrkja sig í mannauðsmálum. Ég get komið inn í afmörkuð verkefni eða boðið fasta viðveru eftir þörfum. Með markvissum stuðningi hjálpa ég þér að hámarka hæfni og vellíðan starfsmanna, efla teymi og skapa grunn fyrir varanlegan árangur.

bottom of page